29 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 2. kafli HUGTÖK – BLÓÐRÁS NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Flutningskerfi líkamans þar sem hjarta, æðar og blóð vinna saman. Er að mestu leyti vatn en í honum er að finna ýmis efni. Verndarar líkamans. Þau berjast við sýkingar sem komast inn í líkamann. Gera blóðið rautt á litinn og hafa það hlutverk að flytja súrefni um líkamann. Agnir í blóðinu sem taka þátt í storknun blóðs. Æðar sem flytja súrefnissnautt blóð frá líkamanum til hjartans. Æðar sem flytja súrefnisríkt blóð frá hjartanu til líkamans. Minnstu æðar líkamans. Þær eru milli bláæða og slagæða. Stærsta slagæðin í líkamanum og er tengd við hjartað. Hlutar af hjartanu og eru báðum megin í hjartanu. Taka við blóði frá lungum og líkama. Hlutar af hjartanu og eru báðum megin í hjartanu. Taka við blóði frá gáttum og dæla til lungna og líkama. Háræðar Blóðflögur Slagæðar Gáttir Bláæðar Blóðrás Rauðkorn Blóðvökvi Ósæð Hvolf Hvítkorn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=