18 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 1. kafli HUGTÖK – HRINGRÁS LÍFSINS NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Röð lífvera í vistkerfi sem sýnir hvernig orka lífveru flyst frá einni til þeirrar næstu þegar lífverurnar éta hver aðra. Sýnir hvernig orkan flæðir um allt vistkerfið. Innan hvers fæðuvefs eru margar fæðukeðjur. Lífverur sem eru neðst í fæðukeðjunni og framleiða eigin næringu. Lífvera sem nærist bara á plöntum. Lífvera sem étur bæði plöntur og kjöt. Lífvera sem étur bara kjöt. Lífvera sem étur frumframleiðanda. Kjötæta sem nærist á öðrum dýrum. Bakteríur og sveppir sem brjóta niður leifar dauðra lífvera og skila næringarefnum aftur í hringrásina. Fyrsta stigs neytandi Fæðuvefur Alæta Frumframleiðendur Kjötæta Annars stigs neytandi Sundrendur Plöntuæta Fæðukeðja
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=