Náttúrulega 1
97 Náttúrulega 1 │ 4. kafli Veðrahvolf er hvolfið sem veðrið verður til í. Þetta hvolf er innsta lag lofthjúpsins og er því næst jörðinni. Það nær frá 9 til 12 km upp í loft. Veðrahvolfið er heit- ast næst jörðinni en kólnar því ofar sem farið er. Það fer niður í um –55 °C. Lífhvolf er það svæði jarðar þar sem einhverjar líf- verur finnast. Það samanstendur af þeim hluta jarð- skorpunnar sem líf finnst á, höfum, vötnum og neðstu hlutum lofthjúpsins. Þetta geta verið mjög ólík svæði með ólíkum lífverum sem hafa þróast til að lifa á svæð- inu. Ósonlagið er að mestu í heiðhvolfinu. Það er þunnt lag af lofttegund sem kallast óson sem síar út hluta af geislum sólarinnar. Þessir geislar kallast útfjólubláir geislar og eru hættulegir lífverum. Ósonlagið er nátt- úruleg sólarvörn jarðar. Farþegaþotur fljúga í um 12 km hæð. Þá er vélin rétt svo komin úr veðrahvolfinu og í heiðhvolfið. Þetta er gert vegna þess að heiðhvolfið er laust við veðurtruflanir. Snjallt, ekki satt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=