Náttúrulega 1

96 Náttúrulega 1 │ 4. kafli LOFTHJÚPUR OG HVOLF Umhverfis jörðina er lofthjúpur . Lofthjúpur er lag af lofttegundum sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn skiptist síðan í nokkur hvolf. Í lofthjúpnum eru nokkrar gastegundir en þær sem flestir þekkja eru súrefni og koltvíoxíð. Úthvolf er ysta lag lofthjúpsins. Það nær upp í um 10.000 km hæð. Þar dofnar lofthjúpurinn út í tómarúm geimsins. Hitahvolf dregur nafn sitt af því að gastegundir í hvolf- inu gleypa í sig sólargeisla. Hitastigið verður því smám saman heitara því ofar sem farið er í hvolfinu. Loftið í hitahvolfinu er svo þunnt að fólk gæti aldrei andað því að sér. Miðhvolf er frá 50 km til 85 km frá jörðu. Það gleypir ekki í sig mikið af sólargeislum og er því mjög kalt, eða allt frá 0 °C niður í –85 °C. Miðhvolfið er það hvolf sem flestir loftsteinar brenna upp í. Heiðhvolf er hvolfið sem tekur við af veðrahvolfinu. Það nær frá um 10 km frá jörðu og upp í um 50 km frá jörðu. Í þessu hvolfi eykst hitastigið hægt og rólega og nær mest um 0 °C. Heiðhvolfið getur ekki blandast við veðrahvolfið vegna þess að það liggur ofan á kaldara og þéttara lofti. Í hvaða hvolfi fljúga farþegaþotur? Farþegaþotur fljúga sennilega ekki í miðhvolfi eða hitahvolfi. Það er alltof langt frá jörðu! Ræðum saman Hvernig dýr búa í köldu veðurfari og hvernig dýr búa í heitu? Þekkirðu einhverjar gastegundir í andrúmsloftinu? Hver er munurinn á veðri og loftslagi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=