Náttúrulega 1
95 Náttúrulega 1 │ 1. kafli HAFSTRAUMAR OG LOFTSTRAUMAR Labradorstraumurinn og Austur- Grænlandsstraumurinn eru kaldir hafstraumar sem flytja kaldan sjó til suðurs frá norðvestanverðu Atl- antshafi. Á vorin og sumrin getur straumurinn borið með sér hafís og það hefur gerst að borgarís- jakar fari með straumnum til Ber- múda. Labradorstraumurinn flutti til dæmis ísjakann sem sökkti Titanic. Golfstraumurinn er heitur hafstraumur sem flytur hlýjan sjó norður Atlants- hafið. Ísland og norðurhluti Noregs væru varla byggileg ef ekki væri fyrir Golf- strauminn því þá væri of kalt. Landsvæðin væru líklega álíka frosin og Norður- póllinn. Hlýi sjórinn er stútfullur af næringarefnum og er því mikið sjávarlíf sem fylgir honum. Kaldir loftstraumar koma úr norðri og vestri. Þegar hlýja loftið úr austri mætir kalda loftinu getur orðið mjög hvasst og mikil úr- koma. Heitir loftstaumar koma úr suðri og suðaustri og koma þeir með loft sem er fullt af úrkomu. Það er ástæðan fyrir því að það er oftar rigning á Suður- og Suðaustur- landi. Hafstraumar Loftstraumar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=