Náttúrulega 1
93 Náttúrulega 1 │ 3. kafli SAMANTEKT • Tækni er öll sú breyting sem verður sem gerir lífið þægilegra, auðveldara eða hjálpar okkur með nýja hluti. • Vélar eru hlutir sem notaðir eru til að flytja eða umbreyta orku. • Mikil breyting varð á lífskilyrðum fólks þegar skólpkerfin voru fundin upp. • Iðnbyltingin hófst í lok 18. aldar. Þá áttu sér stað miklar tækninýjungar. • Rafmagnið og nýting þess er ein stærsta tækniuppgötvun nútímans. Hvað er tækni? • Smásjá er notuð til að skoða það sem sést illa eða ekki með berum augum. Víðsjá er notuð til að stækka það sem við sjáum með berum augum en þurfum eða viljum skoða betur. • Með hraðri þróun í læknavísindum hefur þróun tækjabúnaðar farið hratt fram. Þannig er hægt að auka lífsgæði einstaklinga með því að greina læknisfræðilega kvilla og meðhöndla. Tækni í þágu vísinda • Hlutirnir í kringum okkur eru búnir til úr margs konar efnum. • Tækni hefur tekið miklum breytingum síðastliðna áratugi. • Símar og tölvur hafa þróast gríðarlega frá því tækin voru fundin upp og notagildi þeirra hefur aukist. • Tækniþróun hefur haft mikil áhrif á margar atvinnugreinar með því að gera starfsum- hverfi þægilegra, samvinna er auðveldari og umhverfið skilvirkara. Tækninýjungar frá iðnbyltingu • Nýsköpun er þegar eitthvað er búið til til að leysa vanda eða betrumbæta fyrri lausn. • Ferlið frá hugmynd til afurðar kallast nýsköpunarferlið. Að búa til eitthvað nýtt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=