Náttúrulega 1
92 Náttúrulega 1 │ 3. kafli AÐ BÚA TIL EITTHVAÐ NÝTT Nýsköpun er að skapa eða búa til eitthvað nýtt, leysa ein- hver vandamál eða bæta það sem til er. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd, það er talað um nýsköpun þegar hugmyndin er framkvæmd. Nýsköpun getur verið tengd ýmsu, til dæmis tækni, umhverfisvernd, endurnýt- ingu, þægindum og öryggi. Frá því að hugmynd verður til og þangað til hún er orðin að afurð á sér stað ákveðið nýsköpunarferli. Ferlið getur verið mismunandi eftir því hver nýsköpunin er. Ræðum saman Hvaða uppgötvanir þekkir þú? Hefur þú fengið hugmynd að einhverju sem er ekki til? Hvernig verða nýir hlutir til?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=