Náttúrulega 1

89 Náttúrulega 1 │ 3. kafli NÝSKÖPUN Í ATVINNULÍFINU Nýsköpun hefur gert það að verkum að miklar fram- farir hafa orðið í flestum atvinnugreinum á Íslandi á síð- ustu árum. Störf eru einfaldari eða afkastameiri í dag en þau voru áður fyrr. Tækniþróun síðustu ára hefur haft mikil áhrif á margar atvinnugreinar og þar með talið tónlistarmenn. Áður fyrr þurfti heilu strengjasveitirnar í upptökuver en í dag er hægt að taka upp hljóðfærin hvert í sínu lagi og líka að líkja eftir hljóðfærum í tölvu. Upptökuver getur því verið samansett af tölvu og hljóðnema. Það er því auðveldara fyrir hvern sem er að taka upp og fram- leiða sína eigin tónlist. Það hefur haft þau skemmtilegu áhrif að tónlistarlífið blómstar og mun auðveldara er að koma eigin verkum á framfæri. Hvaða störf hafa breyst síðan árið 1900? Finnst ykkur breytingin góð? Timothy John Berners- Lee er tölvunarfræð- ingur og forritari sem hefur meðal annars búið til internetið og fyrsta vafrann fyrir internetið. Hver fann upp internetið? Upptökuver.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=