Náttúrulega 1

7 Náttúrulega 1 │ 1. kafli HVAÐ ER LÍF OG FRUMA? Allt sem er lifandi í náttúrunni er gert úr frumum og það sem er lifandi köllum við lífverur . Lífverur geta verið allt frá því að vera agnarsmáar bakteríur í að vera risa- stórar eins og steypireyður. Fyrstu lífverurnar á jörð- inni voru bakteríur og talið er að þær hafi orðið til fyrir um 3,5 milljörðum ára síðan. Bakteríur eru einfaldar líf- verur og geta lifað við ótrúlegar aðstæður. Þær finnast meðal annars á stöðum þar sem lítið annað líf finnst. Til dæmis þar sem er mikill hiti eins og í hverum og þar sem er mikill kuldi eins og á hafsbotni. Stærð lífrænna efna froskaegg dýrafruma frumeind DNA baktería veira Ræðum saman Hvernig heldur þú að heimurinn hafi orðið til? Hvaða lífverur þekkir þú? Hefur þú heyrt orðið fruma?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=