Náttúrulega 1
7 Náttúrulega 1 │ 1. kafli HVAÐ ER LÍF OG FRUMA? Allt sem er lifandi í náttúrunni er gert úr frumum og það sem er lifandi köllum við lífverur . Lífverur geta verið allt frá því að vera agnarsmáar bakteríur í að vera risa- stórar eins og steypireyður. Fyrstu lífverurnar á jörð- inni voru bakteríur og talið er að þær hafi orðið til fyrir um 3,5 milljörðum ára síðan. Bakteríur eru einfaldar líf- verur og geta lifað við ótrúlegar aðstæður. Þær finnast meðal annars á stöðum þar sem lítið annað líf finnst. Til dæmis þar sem er mikill hiti eins og í hverum og þar sem er mikill kuldi eins og á hafsbotni. Stærð lífrænna efna froskaegg dýrafruma frumeind DNA baktería veira Ræðum saman Hvernig heldur þú að heimurinn hafi orðið til? Hvaða lífverur þekkir þú? Hefur þú heyrt orðið fruma?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=