Náttúrulega 1

87 Náttúrulega 1 │ 3. kafli EFNI Í FRAMLEIÐSLU Hlutir eru búnir til úr ýmsum efnum og fer efnaval eftir því hvaða hlutverk hluturinn hefur. Sumt þarf að vera sveigjanlegt, annað sterkt. Tré innihéldu fyrstu efnin sem notuð voru í iðnaði. Fyrst voru þau notuð í eldivið og til að byggja hús og skip. Maðurinn hefur fundið leið til að búa til föt, steypu, tann- krem, pappír, ís, sósur, naglalakk, andlit- skrem og ýmislegt fleira úr þeim efnum sem finna má í viði. Plast er eitt algengasta efnið í framleiðslu nútímans. Það sem margir vita ekki er að plast er búið til úr svartolíu og getur því verið skaðlegt náttúrunni. Það tekur plast mörg hundruð ár að eyðast og plast sem við hendum í ruslið í dag gæti enn verið til á ruslahaugum árið 2500. Gler er samsett úr sandi og öðrum efnum sem blandast saman við háan hita. Þá verða efnin fljótandi og ná að blandast vel. Þegar efnin eru kæld verða þau að því sem er þekkt sem gler. Til eru margar ólíkar gerðir af gleri sem hafa fjölbreytt hlutverk. Kevlar var fundið upp á rannsóknarstofu árið 1965. Það er gerviefni sem er mjög hitaþolið og sterkt miðað við þyngd. Efnið hefur meðal annars verið notað í hjálma her- manna, stotheld vesti, slökkviliðsgalla, hátal- ara, trommukjuða, skrokk flugvéla og ýmis- legt annað sem þarf að þola mikið álag eða hita.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=