Náttúrulega 1

86 Náttúrulega 1 │ 3. kafli Geislavirk efni eru óstöðug og eru sífellt að breytast. Við það gefur efnið frá sér orku sem hægt er að nota til að búa til rafmagn en sú orka kallast kjarnorka. Það er þó hættulegt ferli þar sem geislavirk efni eru hættuleg lífverum og því þarf að fara mjög varlega. Hjón að nafni Marie og Pierre Curie gerðu rannsóknir á geisla- virkni og fengu fyrir þær Nóbels- verðlaun árið 1903. Hluti af uppgötvun þeirra var að ákveðnir geislavirkir geislar hjálpuðu í baráttunni við krabbamein og er sú aðferð enn notuð í dag. Seinna hlaut Marie Curie önnur Nóbelsverðlaun fyrir að uppgötva tvö geislavirk efni. GEISLAVIRKNI OG KJARNORKA HEILAPÚL Tæki verða sífellt minni og þægilegri í notkun. Í framtíðinni verða mögulega notuð örsmá vélmenni til að eyða skaðlegum veirum og óæskilegum frumum sem eru í líkama fólks. Með sífelldri þróun og fram- förum í vísindum er hægt að auka lífsgæði einstaklinga með því að greina læknisfræðilega kvilla og meðhöndla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=