Náttúrulega 1

3. kafli Annað lækningatæki er óm- unartæki sem er einnig þekkt sem sónartæki. Tækið notar hljóðbylgjur til að fá upp mynd á skjá svo hægt sé að skoða líffæri eða fóstur. Sam- bærileg tækni er notuð á fiskveiðibátum til að leita að fiskitorfum í hafinu. Margir sem slasa sig fara í röntgenmyndatöku. Það var Wilhelm Röntgen sem uppgötvaði röntgengeisla sem eru ljósbylgjur sem eru notaðar til að mynda líkamann. Það sem er magnað við þessa geisla er að þeir fara í gegnum húð og vöðva en stoppa á beinum og tönnum sem hleypa geislunum ekki í gegnum sig. Geislarnir endurkastast og þannig fær heilbrigðisstarfsfólk að sjá hvort að bein og tennur séu heil. 85

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=