Náttúrulega 1

83 Náttúrulega 1 │ 3. kafli TÆKNI Í ÞÁGU VÍSINDA Smásjár og víðsjár eru algeng tæki á rannsókn- arstofum. Þau eru notuð til að skoða smá fyrir- bæri en smásjáin stækkar meira en víðsjáin. Í smásjá eru gjarnan tvær eða fleiri linsur sem er raðað saman þannig að þegar horft er á fyrir­ bæri í gegnum smásjá stækkar það verulega. Þegar skoða á smásjársýni er það sett á lítið gler sem er fest undir linsuna. Víðsjá. Víðsjá er hins vegar notuð til að stækka það sem við sjáum með berum augum en þurfum eða viljum skoða betur. Þegar víðsjá er notuð er það sem á að skoða sett í petri skál og sett undir linsuna. Hægt er að skoða lifandi lífverur í víðsjá en gæta þarf að því að ljósið frá perunni gefur frá sér hita. Smásjá. Ræðum saman Hvað veist þú um kjarnorku? Þekkir þú muninn á smásjá og víðsjá? Hvaða efni þekkir þú sem hlutir eru búnir til úr?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=