Náttúrulega 1

82 Náttúrulega 1 │ 3. kafli VÖRU- OG FÓLKSFLUTNINGAR Miklar tækniframfarir hafa orðið á vöru- og fólksflutn- ingum frá upphafi iðnbyltingarinnar. Tækniframfarir hafa gert fólki kleift að ferðast lengra, kanna stærri landsvæði og auka áhrif sín á sífellt stærri svæði. Betri vegir, brýr og göng ásamt sífellt betri bílum, skipum, lestum og flugvélum eru dæmi um tækni sem orsakar þessa breytingu. Þessar tækniframfarir síðustu ára og áratuga hafa haft mikil áhrif á það hvernig við lifum í dag. Við getum ferðast um heiminn allan og við fáum vörur frá hinum og þessum heimshlutum beint í versl- anir til okkar á Íslandi. Hægt er að flytja mikið af vörum, um langar vegalengdir á stuttum tíma. Eins og gefur að skilja fylgja þessu bæði kosti og galla. Hvaða kostir og gallar sérðu við þetta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=