Náttúrulega 1

Náttúrulega 1 │ 3. kafli UMBÚÐIR Pakkningar eru notaðar til að auka geymsluþol matar. Geymsluþol matar eykst til dæmis í loftþéttum umbúðum og í niðursuðudósum. Ókosturinn við þessa aðferð er þó hve mikið rusl skapast vegna umbúða. Það er stórt um- hverfisvandamál. KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Sú geymsluaðferð sem þið kannist sennilega best við eru ísskápar og frystar. Bakteríur fjölga sér hægar í kulda og því geymist maturinn vel í ísskáp og enn betur í frysti. Það má því segja að með tilkomu raftækja hafi orðið mikil bylting með þessari geymsluaðferð matar. Næst þegar þú ferð í búð getur þú prófað að skoða „best fyrir“ dagsetningar. Hvað endist mat- urinn lengi? Hvaða matur endist stutt og hvaða matur endist lengi? Matur sem dugar í marga mánuði, af hverju heldurðu að hann sé með svona gott geymsluþol? Eru geymsluleið- beiningar á kæli- og frystivöru? Hvernig áttu að geyma vöruna þegar heim er komið? BEST FYRIR TILRAUN PRÓFAÐU!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=