Náttúrulega 1

80 Náttúrulega 1 │ 3. kafli Fólk þarf að borða allt árið um kring en oft er erfitt að nálgast ferskan mat á veturna. Maturinn verður að vera án myglu og óæskilegra baktería til að við getum borðað hann. Í gegnum tíðina hefur fólk þróað ýmsar geymsluaðferðir til að maturinn geymist lengur. MATARGERÐ ÞÁ OG NÚ SALTAÐUR MATUR Mjög gömul aðferð til að auka geymsluþol matar er að salta hann. Hægt er að geyma kjöt og fisk vel saltað í stórum tunnum. Mygla og bakteríur geta ekki lifað í of söltu umhverfi. SÚRMATUR Slátrun fór fram á haustin en kjötið þurfti að endast fram á næsta haust. Þá varð til geymsluaðferð sem kallast súrsun. Íslend- ingar notuðu skyrmysu til súrsunar fyrr á öldum. Mjólkursýran kemur í veg fyrir að óæskilegir gerlar lifi í matnum. Næringar- gildi matarins varðveitist einnig nokkuð vel í súrmat. Súrsun er enn töluvert notuð í dag, en öðruvísi en áður. ÞURRKAÐUR MATUR Bakteríur og myglusveppir þurfa raka til að þrífast. Með því að þurrka matinn er rakinn tekinn í burtu sem eykur geymsluþol matar. Hægt er að þurrka allskonar mat eins og kjöt, fisk (harðfiskur), ávexti, sveppi, brauð og fleira. Þessi matur getur geymst mán- uðum og jafnvel árum saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=