Náttúrulega 1
78 Náttúrulega 1 │ 3. kafli Ótrúlegt magn raftækja hefur verið fundið upp í gegnum tíðina og er sú þróun enn í fullum gangi. Hér eru nokkrar uppfinningar. Nikola Tesla fann upp eina gerð af rafknúnum mótor í kringum árið 1887 en mótor nýtir rafmagn til þess að snúast, til dæmis: hrærivél, borvél, færibönd og ýmislegt fleira. Samuel Morse fann upp ritsím- ann og símskeytið árin 1832– 1835. Árið 1838 fann hann upp morse kóðann ásamt félaga sínum Alfred Vail. Antonio Meucci og A lexander GrahamBell eru tveir af uppfinn- ingarmönnum nútíma símans. Þeir fundu einnig upp á ýmsum öðrum hlutum á árunum 1854– 1875. Mary van Brittan Brown var hjúkrunarfræðingur sem bjó í hverfi sem taldist óöruggt vegna glæpatíðni. Árið 1966 fékk hún nóg, tók málin í sínar hendur og bjó til fyrsta öryggiskerfið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=