Náttúrulega 1

77 Náttúrulega 1 │ 3. kafli LJÓSMYNDIR Fljótlega eftir árið 1800 byrjuðu menn að þróa mynda- vélar. Í fyrstu tók mjög langan tíma að taka ljósmyndir. Þess vegna voru fyrstu myndirnar af kyrrstæðum hlutum eins og byggingum. Einnig var erfitt að fá myndirnar til að tolla á pappír og þær dofnuðu fljótt. Það var svo ekki fyrr en upp úr 1907 sem hægt var að taka myndir í lit. Ljósmyndun, eins og margt annað, hefur þróast mjög hratt á undanförum 100 árum. Mögulega eru til svarthvítar ljósmyndir af ættingjum heima hjá ykkur. Líklega eru til myndaalbúm með myndum sem teknar voru fyrir tíma stafrænna mynda- véla. Þá þurfti að setja filmur í myndavélar sem voru svo framkallaðar. Nútímaljósmyndun býður upp á að taka aragrúa mynda og velja svo úr bestu myndina. Þetta eru ótrúlegar breytingar á yfir 200 árum og kröfðust samvinnu ólíks vísindafólks sem byggði ofan á þekk- ingu hvert annars. Myndavélafilma. Fida Abu Libdeh kom til Íslands 16 ára en er fædd og uppalin í Palestínu. Á meðan hún var í háskólanámi stofnaði hún fyrirtækið GeoSilica ásamt skóla- félaga sínum Burkna Pálssyni. Meginmark- mið fyrirtækisins er að framleiða vörur sem hjálpa fólki að fá nóg af kísil úr fæðunni. Nýsköpun - Geosilica 1800 1826 1685 1888 1948 2000 1939 1991

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=