Náttúrulega 1
76 Náttúrulega 1 │ 3. kafli IÐNBYLTINGIN Iðnbyltingin hófst í lok 18. aldar og er tímabil mikillar iðnvæðingar í landbúnaði. Segja má að helsta einkenni iðnbyltingarinnar hafi verið vélvæðingin. Henni fylgdu miklar nýjungar í landbúnaði. Fyrsta dráttarvélin eða traktorinn kom til Íslands árið 1926 og auðveldaði bændum störf sín. Gufuvélar voru áberandi í iðnbylt- ingunni en þær breyta þrýstingi frá gufu í hreyfingu. Hreyfingin er síðan notuð til að knýja áfram vélar. Kol voru notuð til að knýja gufuvélarnar og þess vegna voru kolanámur verðmætar. Mikil fólksfjölgun varð í borgum á þessu tímabili. Fólk flykktist úr sveitum og í stækkandi borgir og því var nægt vinnuafl að fá. Á þessum tíma urðu einnig miklar framfarir í ræktun plantna og dýra sem nýttist vel í framleiðslu matar og vefiðnaðar. RAFMAGN Rafmagn og nýting þess er ein stærsta tæknibylting nútímans. Rafmagn spilar stóran þátt í samfélaginu okkar og án þess myndi samfélagið lamast. Þó rafmagn sé tiltölulega nýleg uppgötvun er mjög langt síðan fólk fór að prófa sig áfram með rafmagn í einhverri mynd. Erfitt er að sjá fyrir sér daglegt líf án allra þeirra hluta sem knúnir eru rafmagni. Hversu marga rafknúna hluti notar þú á hverjum degi?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=