Náttúrulega 1

75 Náttúrulega 1 │ 3. kafli FRÁVEITUKERFI Það er ekki nóg að vera með góða vatnsveitu sem kemur vatninu inn á heimilin. Við þurfum líka að koma vatni og úrgangi frá heimilum. Það köllum við fráveitu- kerfi . Úrgangur og vatn úr klósettinu, vatn úr baði, sturtu og vöskum fer frá heimilum okkar og í skólp- kerfið . Skólpið er svo hreinsað frá vatninu áður en vatnið fær að renna út í náttúruna á nýjan leik á sér- stökum hreinsistöðvum . Mikil breyting varð þegar skólpkerfi voru fundin upp og tekin í notkun. Það hafði mikil áhrif á hreinlæti á heimilum en það kemur í veg fyrir að bakteríur og veirur nái að fjölga sér í sama mæli og áður. Vatn sem er búið að nota til að skola niður því sem fer í klósett, vaska eða úr þvotta- og uppþvottavélum fer því í skólpið. Rigningarvatnið fer hins vegar í holræsi og myndar því síður polla á götum. Á myndinni má sjá hvernig vatnið kemur inn á heimilin þannig að hægt sé að nota það. Frárennsli frá heimilum þarf að hreinsa áður en vatnið rennur aftur út í sjó.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=