Náttúrulega 1

73 Náttúrulega 1 │ 3. kafli VATNSMYLLUR Vatnsmyllur eru vélar sem nota vatnshjól til að hjálpa til við alls konar vinnslu. Til dæmis við að mala korn, vinna timbur, textíl og fleira. Vatnshjól er knúið áfram af vatni, til dæmis úr læk eða ám. Vatnsmyllur hafa verið til í einhverri mynd í um 2000–3000 ár en með tím- anum urðu þær þróaðri og hægt að nýta þær betur. Þær voru mikið notaðar á miðöldum og á tímum iðn- byltingarinnar. Þegar rafmagn varð bæði aðgengilegt og ódýrt í byrjun 20. aldar urðu vatnsmyllur í raun úr- eltar og þeim fækkaði mikið. Þrátt fyrir það eru enn til starfandi vatnsmyllur þó það sé ekki í eins miklum mæli og áður. Vatnsaflsvirkjanir byggja á sömu reglum og vatnsmyllur. Vatn er látið falla á eins konar vatnshjól. Hjólið snýst og knýr áfram rafal sem býr til rafmagn. Hér má sjá mismunandi gerðir af vatnsmyllum. Gömul vatnsmylla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=