Náttúrulega 1
72 Náttúrulega 1 │ 3. kafli Stundum eru hlutir svo þungir að erfitt er að lyfta þeim. Þá er hægt að nota einfalda vél sem kallast trissa . Trissa er hjól með rauf sem er fest í krók, band er þrætt yfir hjólið og fest í hlutinn sem toga á upp með því að toga bandið niður. Með þessum hætti getum við lyft talsvert þyngri hlut en við gætum annars. Skáborð telst einnig vera einföld vél. Það er nýtt til að komast upp, eða ýta hlut upp með því að ýta því eftir skáborðinu. Því meira aflíð- andi sem skáborðið er, þeim mun auðveldara er að ýta hlut upp. Með tímanum þróaði fólk enn betri og flóknari vélar. Einhverjar vélar eru notaðar enn í dag á meðan aðrar verða úreltar því önnur tækni tekur við. Sú þróun á sér stað enn þann dag í dag og mun líklega halda áfram um ókomna tíð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=