Náttúrulega 1
70 Náttúrulega 1 │ 3. kafli Tæknin til að mæla tíma er ein af þeim uppfinningum sem hefur verið til lengi. Tæknin varð sífellt betri en náði ekki nákvæmni nútímans fyrr en með tilkomu tölv- unnar. Fram að því voru alltaf einhver skekkjumörk í mælieiningu tíma. EINFALDAR VÉLAR Tækniframfarir eiga sér reglulega stað og ýmis tækni og vélar hafa verið fundnar upp til að hjálpa við alls konar vinnu. Vél er í vísindalegum skilningi einhver hlutur sem við notum til að flytja eða nýta orku betur. Ef við förum langt aftur í tímann var ekki einu sinni til hjól til að auðvelda fólki vinnuna. Hér er ekki átt við reiðhjól heldur einföldu vélina hjól. Við vitum ekki alveg hvenær hjólið var fundið upp en talið er að það hafi verið fyrir nærri 10.000 árum síðan. Á landsvæði þar sem Írak er í dag bjuggu Súmerar. Það var þjóðflokkur sem tók mikinn þátt í þróun tækni á þeim tíma. Súmerar áttu til dæmis þó nokkurn þátt í þróun hjólsins. Í byrjun voru stór viðarkefli notuð til að ýta áfram þungum hlutum. Hluturinn var settur á keflin og ýtt áfram á þeim, þegar hluturinn rann af aft- asta keflinu var það fært fremst. Þetta var þó svolítið óskilvirk leið og því þróaðist hjólið smám saman. Fyrst voru sleðar settir á keflin, síðan mynduðust rákir á kefl- unum og síðan var viðurinn á milli rákanna fjarlægður og fljótt varð til öxul. Smám saman þróaði fólk hjól og öxla eins og við þekkjum það í dag. Eins og hægt er að ímynda sér gerði þessi einfalda vél mikið fyrir samfélög fólks. Með þessu móti var hægt að flytja til stærri hluti á einfaldari hátt. Sólúr. Hjól.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=