Náttúrulega 1
69 Náttúrulega 1 │ 3. kafli HVAÐ ER TÆKNI? Fólk hefur alltaf haft þörf til að finna nýjar og betri leiðir til að auðvelda sér lífið og bæta lífsgæði sín og það köllum við tækni . Með tækni er átt við alla þá breytingu sem gerir lífið þægilegra, auðveldara eða hjálpar okkur með nýja hluti. Við finnum ekki aðeins upp á nýjum hlutum, heldur erum við sífellt að bæta þekkingu við þá þekkingu sem þegar er til. Eitt af því sem fólk hefur haft sterka þörf fyrir er að geta fylgst með tím- anum. Einfaldir hlutir eins og að hitta annað fólk og fylgjast með árstíðum væri ekki möguleiki nema með ein- hvers konar mælieiningu fyrir tíma. Fyrir uppfinningu klukkunnar gátu menn samt fundið hvaða tími dags var. Ekki þó eins nákvæmlega og í dag. Frá fornu fari hafa menn notað stöðu sólar og tungls til að ákvarða tíma. Smám saman varð til góð þekk- ing á lengd árstíða og tunglmánaða sem tímatal er byggt á í dag. Hér á myndinni er sólin notuð til að mæla tímann. Hvað ætli klukkan sé á þessari mynd? Ræðum saman Þekkir þú einhverjar vélar sem þurfa ekki rafmagn? Hvernig var matur geymdur fyrir tíð ísskápa? Getur þú ímyndað þér heimili þar sem ekki er rennandi vatn?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=