Náttúrulega 1

67 Náttúrulega 1 │ 2. kafli SAMANTEKT • Stoðkerfið samanstendur af beinum, liðum, vöðvum og húð. Hlutverk stoðkerfisins er að halda einstaklingum uppréttum, gera hreyfingu mögu- lega ásamt því að vernda líkamann. • Kúluliðir, hjöruliðir og snúningsliðir gera ýmsar heyfingar mögulegar. • Vöðvar eru gerðir úr vöðvaþráðum og eru þeir um helmingur líkamans. • Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans. Stoðkerfið • Blóð rásin er flutningskerfi líkamans þar sem hjarta, æðar og blóð vinna saman að því að flytja súrefni um líkamann og koltvíoxíð úr honum. • Blóð er samsett úr blóðvökva, rauðkornum, hvítkornum og blóðflögum. • Æðar skiptast í bláæðar, slag- æðar og háræðar. Blóðrásarkerfi • Þindin og vöðvarnir í brjóstkass- anum stýra önduninni og ýmist hleypa lofti inn eða þrýsta því út. Við það verða loftskipti í lungunum og súrefni kemst inn í blóðrásina og líkaminn losar sig við koltvísýring. • Öndunarfærin eru samsett úr koki, barka, berkjum og lungnablöðrum. Öndunarfæri • Augu eru samsett úr sjónu, hvítu, augasteini, sjóntaug, glerhlaupi, lithimnu, sjáaldri og hornhimnu. • Keilur og stafir eru frumur í augunum sem nema ljós og liti. • Algengir sjóngallar eru nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja. • Ljós er straumur agna eða geisla sem ljósgjafi gefur frá sér. • Ljós ferðast 300.000 kílómetra hraða á sekúndu og er sú mælieining kölluð ljóshraði. • Speglar geta verið flatir, kúptir eða íhvolfir. Sjón, linsur og ljós

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=