Náttúrulega 1

66 Náttúrulega 1 │ 2. kafli LITRÓF Regnbogar sjást gjarnan á sólríkum rigningardögum. Þegar sólargeislarnir skína í gegnumregndropana koma mismunandi litir fram og mynda regnboga. Í regnbog- anum eru allir litirnir sem við sjáum með berum augum en þeir birtast þegar ljósið klofnar í rautt, appelsínu- gult, gult, grænt, blátt, dimmblátt og fjólublátt. Þetta kallast litróf . Það eru til aðrir litir og aðrar ljósbylgjur sem við sjáum ekki. Sumar þessara bylgna eru mjög gagnlegar og við notum þær jafnvel daglega. Dæmi um það eru útvarps- bylgjur, örbylgjur (örbylgjuofn), innrautt ljós (fjarstýr- ingar) og röntgengeislar. Aðrar geta verið skaðlegar eins og útfjólubláir geislar sem geta verið skaðlegir húð og augum og gammageislar sem eru orkuríkastir og verða til við geislavirkni. Áður var ýmis hjátrú tengd regnbogum en fólk hélt meðal ann- ars að ef stelpa labb- aði undir regnboga myndi hún breytast í strák, að það væri gull við endann á regn- boganum og að regn- boginn væri brú milli mannheima og Ásgarðs þar sem guðirnir bjuggu. Regnbogar - satt eða ósatt? ÚTVARPSBYLGJUR ÖRBYLGJUR INNRAUTT LJÓS SÝNILEGT LJÓS ÚTFJÓLUBLÁTT LJÓS RÖNTGENGEISLAR GAMMAGEISLAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=