Náttúrulega 1

65 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Fylltu plastflösku af vatni og gerðu gat á miðja flöskuna. Lýstu með vasaljósi í gegnum föskuna hinum megin við gatið og fylgstu með ljós- geislanum. Hefur þú heyrt um ljósleiðara ? Tæknin er svipuð því sem þú sást með vatnsstrauminn út úr flösk- unni nema að það er ljós sem fer í gegnum ljósleiðarann en ekki vatn. Ljósleiðari er grannur þráður úr plasti eða gleri og getur flutt ljós frá einum stað til annars. Hann getur bæði veitt hraða nettengingu og nýst í lækningatæki. LJÓSLEIÐARI HEILAPÚL OG TILRAUN Ljósgeislar sem lenda á íhvolfum spegli eða innan í glansandi skeið safnast saman. Sá staður kallast brenni- punktur og hann getur hitnað ef ljósið skín á hann í nokkurn tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=