Náttúrulega 1

64 Náttúrulega 1 │ 2. kafli SPEGLAR Í umhverfi okkar má víða finna flata spegla . Þeir ein- kennast af því að myndin í speglinum er jafnstór og sú raunverulega. Myndin er þó ekki alveg eins og það sem hún speglar því að hún er í rauninni öfug, það sem er hægra megin í raunveruleikanum er vinstra megin á myndinni. Framan á lögreglu- og sjúkraflutningabílum er merking bílanna þannig að ef horft er á merkinguna í baksýnisspegli er textinn réttur. Í bognum speglum verður spegilmyndin ansi skrítin. Þar sem spegillinn bognar út verður myndin smá og kallast slíkur spegill kúptur spegill . Dæmi um slíkan spegil er baksýnisspegill í bíl. Í verslunum má stundum finna spegla í loftinu svo að starfsfólk geti séð hvar við- skiptavinurinn er staðsettur í versluninni. Þá sést stærra svæði en með flötum spegli. Spegill sem sveigist inn á við kallast íhvolfur spegill . Nálægt er myndin stækkuð og snýr rétt en í fjarlægð verður hún lítil og á hvolfi. Þegar ljósi er lýst á kúptan spegil eða til dæmis utan á glansandi skeið skoppar geislinn út og dreifist. Íhvolfir speglar eru stundum notaðir í umferðinni. Speglun í náttúrunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=