Náttúrulega 1
63 Náttúrulega 1 │ 2. kafli LJÓSHRAÐI Ekkert ferðast hraðar en ljósið. Ljóshraði er næstum 300.000 km á sekúndu. Það þýðir að ljósið er 1,3 sek- úndur að fara frá jörðinni til tunglsins og aftur til jarðar. Ljós ferðast samt ekki jafnhratt í gegnum öll efni. Þegar við tölum um ljóshraða þá merkir það hraði ljóssins í tómarúmi geimsins. Ljós fer hægar í gegnum efni eins og loft og vatn. Þá breyta ljósgeislarnir líka um stefnu. Þá verður ljósbrot . Þið hafið kannski upplifað þrumur og eldingar. Hljóð fer einungis 340 metra á sekúndu og því sést eldingin tals- vert á undan þrumunni. Oft er sagt að frá því að eld- ingin sést megi telja sekúndurnar þangað til að þruman heyrist. Þá þarf að margfalda sekúndufjölda með 340 til að fá út fjarlægðina frá eldingunni. Gífurlegar vegalengdir eru gjarnan mældar með ljós- árum en þá er átt við hversu lengi ljós er að fara á við- komandi stað. Næsta stjarna við sólkerfið okkar er Proxima Centauri og er ljós 4 ár að komast til hennar. Ljósbrot. 384 . 467 KÍLÓMETRAR 1 , 3 LJÓS-SEKÚNDUR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=