Náttúrulega 1
62 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Ljós fellur á sléttan flöt. Ljós fellur á ójafnan flöt. Þegar ljós lendir á hlut endurkastast ljósagnirnar aftur til baka. Áferð hlutarins stýrir því hversu mikið endur kastast og hvernig. Ímyndum okkur að ljósagnir séu skopparaboltar og skoðum hvað gerist þegar þeir lenda á hrjúfum fleti. Þeir skoppa í allar áttir. En þegar ljós lendir á sléttum fleti fer það eftir því úr hvaða átt það kemur hvert það skoppar. Spegilmyndir sjást á glansandi flötum vegna þess hvernig ljósgeislarnir endurkastast. Dökkir litir endurvarpa síður ljósi og gleypa það frekar. Það er ástæðan fyrir því að það er heitara að vera í dekkri fötum í sól og miklum hita. Litir sjást vegna þess hvernig þeir endurkastast. Blár flötur endurkastar bara bláu ljósi og grænn grænu ljósi. Rauður hlutur endurkastar bara rauðum lit. Hvítur hlutur endurkastar öllum litum. Svartur hlutur gleypir í sig alla liti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=