Náttúrulega 1

61 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Blár flötur endurkastar bara bláu ljósi en grænn flötur endurkastar bæði gulu og bláu ljósi. Fólk sér oft betur hluti sem endurkasta vel ljósinu sem fellur á þá og því eru notuð endurskinsmerki á hluti sem er mikilvægt að sjáist í lítilli birtu. Við íslenskar aðstæður er sérlega mikilvægt að útifatn- aður sem nota á yfir veturinn sé með endurskini svo að einstaklingar sjáist vel í umferðinni. Hlutir og efni sem endurvarpa ljósi kallast upplýstir hlutir . Tunglið er dæmi um eitthvað sem endurkastar ljósinu. Það er ekki ljósgjafi og sjáum við það einungis vegna birtunnar sem skín á það. Fólk sér illa loft því að það endurkastar illa ljósinu. Við sjáum yfirleitt bara rykagnir eða aðrar smáagnir í loftinu og það eru þá agnirnar sem endur- kasta ljósinu en ekki andrúmsloftið sjálft. ENDURKAST Í MYRKRI DÖKK FÖT FJARLÆGÐ SEM ÖKUMAÐUR SÉR GANGANDI VEGFARANDA LJÓS FÖT ENDURSKINS- MERKI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=