Náttúrulega 1
60 Náttúrulega 1 │ 2. kafli LINSUR OG LJÓS Án ljóss sjáum við ekkert. Ljós er straumur agna eða geisla sem ljósgjafi geislar frá sér. Sólarljósið er mik- ilvægasti ljósgjafinn. Nánast allt ljós sem við notum kemur frá sólinni. Í gegnum tíðina höfum við fundið leiðir til að kveikja ljós. Fyrst eld, síðar kertaljós og í nú- tímanum notum við ljósaperur. Ljós fer alltaf í beina línu og þegar eitthvað er fyrir ljósinu myndast skuggi í laginu eins og það sem er fyrir ljósgjafanum. Ræðum saman Af hverju sér fólk ekki í myrkri? Hverju breytir notkun endurskinsmerkja? Hefur þú horft á spegilmynd þína í skeið? Hvernig er spegilmyndin?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=