Náttúrulega 1
59 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Hundar eru með keilur sem nema bláan og gulan lit og sjá því ekki liti eins og mannfólk. Talið er að menn séu með 2–3 sinnum betri sjón en hundar en hundar sjá betur en við í myrkri vegna þess að þeir eru með fleiri stafi sem nema ljós en fólk. Kettir eru með betri sjón en hundar og þeir sjá betur í myrkri en fólk. Þeir eru frekar nærsýnir og sjá því síður það sem er í nokkurri fjarlægð. Kettir eiga auðveldara með að greina fjólubláan, bláan, grænan og gulan lit frekar en aðra liti. Uglur eru með einstaka nætursjón og geta þær því veitt sér til matar á næt- urnar. Augu þeirra eru líka öðruvísi í laginu en augu fólks. Laxar nota aðallega sjón við veiðar, þeir hafa þróaða litaskynjun og geta séð samtímis það sem er langt frá og nálægt. Laxar eru hins vegar ekki með sér- staklega góða sjón og sjá best fram fyrir sig í vatninu. Rándýr sjá flest í þrívídd svo að þau geti metið fjarlægð og stöðu hluta í umhverfinu við veiðar. HVERNIG SJÁ DÝR? HEILAPÚL Sjón hunds Dýrategundir hafa ólíka sjón. Fólk sér liti öðruvísi en t.d. hundar. Sjón fólks
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=