Náttúrulega 1

58 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Keilurnar í auganu nema grænan, rauðan og bláan lit eða blöndu af þessum litum. Ef litblinda er til staðar eru keilur sem nema ákveðna liti gallaðar. Það er einnig hægt að vera litblindur þannig að einstaklingurinn sjái enga liti. Litblinda er erfðasjúkdómur sem merkir að það er sjúkdómur sem einstaklingar erfa frá foreldrum sínum. Algengasta litblindan er rauð-græn litblinda en þá gerir viðkomandi ekki greinarmun á rauðum, gulum og grænum litatónum. Hér eru litblindutöflur sem eru notaðar til að greina lit- blindu. Sérðu tölustafina? Byrjaðu á að velja þér lítinn hlut til að kasta. Lok- aðu öðru auganu og reyndu að kasta hlutnum ofan í ruslafötuna. Prófaðu að loka hinu auganu og kastaðu aftur. Hvernig gekk? Þegar þú horfir með hægra auganu sérðu ekki nákvæmlega það sama og þegar þú horfir með því vinstra. Þess vegna er líklegt að þér hafi ekki gengið vel að hitta í ruslafötuna. Þegar við horfum með báðum augum áttum við okkur betur á fjar- lægð og dýpt hluta. PRÓFAÐU! NÆRÐU AÐ HITTA? TILRAUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=