Náttúrulega 1

4 Náttúrulega 1 Stundum verðum við forvitin um eitthvað og fáum hugmynd um hvernig það gæti virkað. Einnig getum við rekið okkur á vandamál en þá er hægt að prófa sig áfram og leita að lausn. Hugmyndir kvikna oft af spurningum. Þess vegna er gagnlegt að spyrja margra spurninga. Bestu spurningarnar eru þær sem við vitum ekki svarið við. Spurning- arnar sem settar eru fram í vísindalegum tilgangi kallast rannsóknarspurningar. HVERNIG RANNSÖKUM VIÐ HLUTI? 1. Hugmynd kviknar Næsta skref er að velta fyrir sér hver skýringin gæti verið og koma með tillögur að svari. Það kallast tilgáta . 2. Hugmynd að svari Hugmynd: Tilgáta: Ég held að það sé eitthvað brotið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=