Náttúrulega 1

57 Náttúrulega 1 │ 2. kafli sem situr vel á andlitinu og þarf því ekki stöðugt að setja upp og taka niður. Fyrstu gleraugun voru notuð við fjarsýni en tæknin hefur gert það að verkum að nú er auðvelt að aðlaga gleraugu að þörfum þess sem þarf á þeim að halda. Sumir kjósa að nota linsur í stað gleraugna. Með hjálp linsa er hægt að stjórna ljósgeislum á mis- munandi vegu. Linsa sem er sveigð á hliðinni og þynnri í miðjunni kallast dreifilinsa og eru þær notaðar í gler- augu fyrir nærsýna en dreifilinsur hjálpa þeim sem eiga erfitt með að sjá langt frá sér. Þær finnast einnig í myndavélum, sjónaukum og smásjám. Kúptar linsur eða safnlinsur eru svo notaðar í gleraugu fyrir fjarsýna. Þær eru þykkari í miðjunni og láta hluti virðast stærri en þeir eru í raun og veru. Stækkunargler eru safnlinsur. Dreifilinsa og safnlinsa eru notaðar til að hjálpa við fjarsýni og nærsýni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=