Náttúrulega 1

56 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Allar upplýsingar um það sem við sjáum fer með tauga- boði til heilans sem vinnur úr upplýsingunum. Í raun- inni sérðu líka allt á hvolfi en heilinn snýr því við hratt en örugglega án þess að við tökum eftir því. Stjórnstöð sjónar er aftast í heilanum, við hnakkann. Á því svæði sem sjóntaugin liggur út úr auganu eru engar skyn- frumur og við sjáum því ekkert nákvæmlega á þeim stað. Þessi blettur er því kallaður blindblettur augans. Við tökum samt yfirleitt ekki eftir honum vegna þess hversu lítill hann er. Þegar eitthvað lendir á blindbletti annars augans vinnur hitt á móti án þess að við áttum okkur á því. Það hafa ekki allir augu sem starfa alveg rétt. Suma sjóngalla er hægt að leiðrétta með gleraugum eða linsum, t.d. nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Gleraugu eru algengasta sjóntækið sem notað er til að leiðrétta sjóngalla. Þau eru í raun gler- eða plastlinsa í ramma Rangeygni og tileygni: Þegar vöðvarnir í augun- um vinna ekki rétt saman og augun horfa því ekki í sömu átt. Sjónskekkja: Þegar horn- himnan er ekki rétt í lag- inu og ljósið sem kemur inn í augað lendir ekki allt á sama stað. Fjarsýni: Þegar við sjáum betur það sem er fjær okkur. Nærsýni: Þegar við sjáum betur það sem er nær okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=