Náttúrulega 1

Lithimna : Liturinn á henni stýrir augnlit einstaklinga. Augasteinn : Linsa sem breytir lögun eftir þörfum til þess að við sjáum alltaf skýrt, m.a. eftir birtu og fjarlægð þess sem horft er á. Glerhlaup : Hlaupkennt efni sem er fyrir aftan augasteininn og gefur auganu fyllingu. Hvíta : Sterk himna sem ver augað og veitir því þessa kringl- óttu lögun. Sjáaldur : Svart gat á miðju auga sem víkkar og þrengist eftir birtu. Hornhimna : Fremsti hluti augans og er nokkurs konar glær kúpull framan á auganu. Sjóna : Himnan þar sem ljósið lendir og sjónfrumur breyta því sem við sjáum í taugaboð sem fara til heilans. Sjóntaug : Sendir skilaboð til heilans með taugaboði um það sem við sjáum. 55 Náttúrulega 1 │ 2. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=