Náttúrulega 1

54 Náttúrulega 1 │ 2. kafli SJÓN Augað er eitt skynfæra líkamans. Þau eru tvö og vinna í sameiningu að því að hjálpa okkur að skynja umhverfi okkar. Augað er hlaupkennd kúla sem er um 2,5 cm og er flóknari í uppbyggingu en margir telja í fyrstu. Það sem fólk tekur gjarnan eftir fyrst varðandi augun eru liturinn á þeim eða lithimnan . Fyrir innan þessa fallegu himnu er sjáaldrið sem stýrir því hversu mikil birta fer inn í augað með því að víkka og þrengjast. Þegar dimmt er úti víkkar sjáaldrið til að ná að hleypa meiri birtu inn og þrengist þegar það er bjart því þá kemst nægileg birta inn umminna op. Þegar við verðum hrædd stækkar einnig sjáaldrið og ýmis lyf geta einnig haft áhrif á stærð þess. Fyrir innan lithimnuna er svo augasteinninn sem virðist vera svartur en í raun og veru er hann glær. Sjáaldrið og augasteinninn virðist vera svört vegna þess að mestallt ljósið sem berst inn um það er gleypt af vefjum inni í auganu. Augasteinn- inn safnar saman ljósgeislum og varpar þeim á sjón- himnuna. Þar er fullt af frumum sem kallast keilur og stafir . Keilur greina liti en stafir nema birtu. Það er stöf- unum að þakka að við sjáum í myrkri því að þeir eru mjög næmir. Þú sérð þó ekkert nema að eitthvað ljós skíni á þá. Í mannsauga eru um það bil 120 milljónir stafa og 7 milljónir keila. Blinda: Margt getur orsak- að það að einstaklingur sér ekki. Það geta verið ýmsir sjúkdómar, slys og galli í augum. Ræðum saman Sjá öll dýr eins? Veist þú hvað er inni í auganu? Hvað þekkir þú marga sem þurfa að nota gleraugu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=