Náttúrulega 1

53 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Þegar fólk fær astma eða astmakast bólgnar slím- húðin inni í minnstu berkjunum. Berkjurnar þrengjast svo erfiðara verður að anda. Þá heyrist stundum surg, blístur eða hvæs þegar einstaklingurinn andar. Þegar þetta gerist þarf fólk með astma að fá lyf sem oftast eru í púst formi. Lyfið í pústinu dregur úr bólgum í berkjunum og þá verður aftur auðveldara að anda. Hægt er að líkja eftir öndun einstaklings með astma með því að setja stút á varirnar og hafa munnopið á stærð við rör og anda þar í gegn. Mundu að anda bara með munninum. ASTMI HEILAPÚL Heilbrigð berkja og bólgin berkja. Öll dýr þurfa að anda. Hvalir hafa svipaða öndun og menn. Þeir taka inn loft í gegnum blástursop sem er á höfðinu og nota lungu til þess að nýta súrefnið úr loft- inu. Fiskar anda með tálknum og taka þar inn súrefni úr vatninu eða sjónum. Skordýr anda í gegnum loftæðar sem flytja súrefnið um líkamann og ormar anda með húðinni. Líkaminn kyngir slím- inu sem tekur á móti óæskilegum ögnum sem koma í öndunar- færin. Á hverjum degi kyngir hver einstakl- ingur því sem sam- svarar einu glasi af slími. ÓGEÐSLEGT - en satt!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=