Náttúrulega 1

52 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Þegar skaðlegar agnir komast inn í líkamann okkar bregst hann við með því að framleiða slím, sem við köllum stundum hor, eða bólgur í öndunarfærum. Þetta eru leiðir líkamans til að bregðast við óæski- legum gestum og reyna að losna við þá. Algengustu öndunarfærasýkingarnar eru hálsbólga, lungnabólga og kvef. Við losum okkur einnig við óæskilegar agnir með því að hnerra. Ef þessar agnir komast niður í háls þá þurfum við að hósta. Það heyrist hljóð þegar við hóstum þar sem líkaminn notar raddböndin til þess að hósta. Ástæða þess að okkur verður kalt á nefinu þegar við erum úti í kulda er að nefið er að taka inn kalda loftið og hitar það fyrir lungun. Nefið kælir líka loftið áður en við öndum því frá okkur svo líkaminn tapi ekki miklu af hitanum. Þetta virkar síðan öfugt ef við erum í heitu lofti þá kælir nefið loftið áður en það fer niður í lungu. Þegar við öndum í gegnum munninn þá hitar og kælir munnurinn ekki eins vel. Þess vegna verður til meiri hvít gufa þegar við öndum frá okkur í köldu lofti í gegnum munn heldur en í gegnum nef. Margar ólíkar agnir eru í andrúmsloftinu sem við öndum að okkur. Hversu oft öndum við í hvíld? Nýfædd að 1 mánaða 30–60 x á mín. 1–12 mánaða 30–50 x á mín. 13 mánaða – 3 ára 22–40 x á mín. 4–6 ára 20–30 x á mín. 7–12 ára 18–25 x á mín. 13 ára og eldri 12–20 x á mín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=