Náttúrulega 1

51 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Að anda. Að borða. Við erumólíkmörgum lífverumað því leyti að við notum hálsinn bæði til þess að anda og til þess að borða. En til þess að maturinn rati í magann en ekki lungun er öryggisloka sem lokar barkanum þegar við kyngjum. Þá fer maturinn niður í maga. Þegar við öndum þá kyngjum við ekki og þess vegna fer loftið niður bark- ann og ofan í lungu. Þegar við hreyfum okkur þurfum við meira súrefni heldur en þegar við erum í hvíld. Þess vegna öndum við hraðar þegar við reynum á líkamann. Við verðum móð þegar lungun eru að vinna í að sækja súrefnið sem þau þurfa en ná ekki að veita líkamanum súrefni nægi- lega hratt. Þegar við þjálfum þol, þá erum við að þjálfa lungun í að sækja súrefni hraðar. Öryggisloka Öryggisloka Barki Í maga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=