Náttúrulega 1

50 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Þegar við drögum að okkur andann fer loftið oftast í gegnum nef en einnig um munn. Nefið hitar aðeins upp loftið og hárin í nösunum ásamt slíminu sem er bæði í nösum og kokinu síar skaðlegar agnir úr loftinu. Loftið fer svo niður í háls og þaðan niður barkann . Þarna á leiðinni er loftið orðið laust við flestar agnir úr loftinu og orðið frekar rakt. Barkinn skiptist í tvær stórar berkjur sem greinast síðan niður í minni og minni greinar. Þar í gegn ferðast loftið alla leið út í minnstu berkjugreinarnar og á end- anum á þeim eru svo kallaðar lungnablöðrur . Lungna- blöðrurnar eru mjög litlar og í hverjum líkama eru mörg hundruð milljón blöðrur. Þær sjá um að taka á móti súr- efni. Helstu innri hlutar öndunarkerfisins. Barki Lunga Berkjur Þind Lungnablöðrur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=