Náttúrulega 1

49 Náttúrulega 1 │ 2. kafli lungunum og vöðvarnir í brjóstkassanum stýra önd- uninni. Þindin þrýstist niður við innöndun til að búa til pláss fyrir útþanin lungun og við það strekkist á vöðv- anum. Við fráöndun dregst þindin saman og þrýstist upp í átt að lungunum. Þegar við drögum að okkur andann öndum við að okkur andrúmsloftinu. Andrúmsloftið er meira en bara súr- efni . Þegar við öndum frá okkur þá er loftið að mestu leyti svipað og það sem við önduðum að okkur. Breyt- ingin er þó sú að við höfum tekið hluta af súrefninu til okkar en í staðinn öndum við meira af vatnsgufu og koltvísýringi frá okkur. Koltvísýringur verður til þegar súrefnið og orkan í matnum eru notuð til að halda lík- amanum gangandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=