Náttúrulega 1

47 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Hjartað er á stærð við krepptan hnefann á þér. Það slær stöðugt, oftar en einu sinni á hverri sekúndu. Það kemur því kannski ekki á óvart að hjartað pumpar um 8000 lítrum af blóði um kroppinn á sólarhring hjá fullorðnum. Prófaðu að opna og loka hnefanum, einu sinni á hverri sekúndu. Geturðu haldið endalaust áfram eða þreytist þú? Það er magnað að hugsa til þess að svona slær hjartað, dag og nótt, svo lengi sem þú lifir og þreytist aldrei. Vissir þú að hjartsláttur er mishraður á milli dýrategunda? Almenna reglan er sú að því minna sem dýrið er, því hraðar slær hjartað. Hjartað í fóstrum og ungum börnum slær líka hraðar en hjá fullorðnum. En hjartað í fullorðinni manneskju slær um 75 sinnum á mínútu. Til samanburðar slær hjartað í steypireyði, stærsta spendýri jarðar, aðeins 6 sinnum á mínútu en 600 sinnum á mínútu í lítilli mús. PRÓFAÐU! MISHRAÐUR HJARTSLÁTTUR HJARTAÐ OG HNEFINN TILRAUN HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=