Náttúrulega 1

46 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Myndatexti Blóðið úr vinstra hvolfi fer úr ósæðinni með súrefnisríkt blóð um allan líkamann og sér frumum líkamans fyrir súrefni. Til að blóðið renni í rétta átt eru hjartalokur milli gátta og hvolfa sem leiðbeina blóðinu rétta leið. Hjartavöðvinn dregst saman og slakar á til skiptis. Þegar hjartavöðvinn slakar á rennur blóð inn í hjartað, en þegar hann dregst saman aftur þá fer blóðið aftur út í líkamann. Þannig gengur það, aftur og aftur. Hætti hjartað að slá lendir viðkomandi í miklum vandræðum því að heilinn getur bara starfað í nokkrar mínútur án súrefnis. Blóðþrýstingur er hvernig hjartað dælir blóðinu um líkamann og hversu teygj- anlegar æðarnar eru. Til þess að viðhalda góðum blóðþrýstingi þarf hjartað okkar að vera sterkt. Það sama gildir um æðarnar. Góð hreyfing og hollt mataræði hjálpar til við að halda góðum blóð- þrýstingi. Ef blóðþrýstingur er of hár getur það aukið hættuna á ýmsum kvillum og því mikilvægt að fylgjast með. Einkenni fyrir of lágan blóðþrýst- ing geta verið svimi og yfirlið. Of hár blóðþrýstingur er yfirleitt einkennalaus og er því mikilvægt að ef saga er um of háan blóðþrýsting í fjölskyldunni mæli fólk sig reglulega. HVAÐ ER BLÓÐÞRÝSTINGUR? HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=