Náttúrulega 1

45 Náttúrulega 1 │ 2. kafli HJARTAÐ Hjartað gegnir mikilvægu hlutverki í blóðrásarkerfi lík- amans. Hlutverk hjartans er að dreifa súrefnisríku blóði um allan líkamann, alveg niður í tær og alla leið upp í höfuð. Súrefni þarf að sækja til lungnanna og því dælir hjartað súrefnissnauðu blóði til lungnanna þar sem það sækir meira súrefni. Inni í hjartanu er holrúm sem skiptist í fjögur hólf. Tvær gáttir og tvö hvolf . Blóðið rennur inn í gáttirnar hægra og vinstra megin, þaðan inn í hvolfin sem eru stærri og svo aftur úr hjartanu. Súrefnissnautt blóð fer úr líkamanum og inn í hægra hvolf og þaðan fer það til lungnanna að sækja meira súrefni. Hjartað skiptist í fjögur hólf. Hljóðið sem við heyrum frá hjartanu er kallað hjartsláttur. Þá eru hjartalokur að skella aftur, líkt og hurðum sé skellt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=