Náttúrulega 1

43 Náttúrulega 1 │ 2. kafli ÆÐAR Bláæðar flytja blóð alls staðar úr lík- amanum til hjartans. Hjartað dælir blóðinu til lungnanna þar sem blóðið sækir súrefni og fer þaðan aftur til hjartans sem dælir blóðinu í slagæð- arnar. Blóð sem fer frá líkamanum og til lungnanna kallast bláæðablóð. Það er súrefnissnautt og örlítið bláleitt. Slagæðar flytja blóð frá lungunum til hjartans og þaðan um allan lík- amann. Þar sem blóðið er nýbúið að fara í gegnum lungun er það súrefnis- ríkt og skærrautt að lit, tilbúið að fara annan hring með súrefni um líkam- ann. Stærsta slagæðin kallast ósæð . Ósæðin er helsta æð líkamans og liggur niður eftir kviðnum, um brjóst- holið. Í gegnum hana rennur blóðið hraðar en í öðrum æðum og frá henni fer blóðið í minni slagæðar út um allan líkamann. Háræðar eru minnstu æðar líkamans, en æðarnar verða fleiri og minni eftir því sem þær eru fjær hjartanu. Hár- æðarnar eru á milli bláæða og slag- æða. Súrefnisríkt slagæðablóð fer í gegnum háræðarnar og kemst þar í návígi við alla hluta líkamans. Smám saman verður það snúrefnissnauðara og fer þaðan í bláæðarnar og aftur til hjarta og lungna til að sækja meira súrefni. Æðakerfi líkamans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=