Náttúrulega 1

42 Náttúrulega 1 │ 2. kafli Ef manneskja verður fyrir miklu blóðtapi gæti verið þörf á blóðgjöf. Á Íslandi sér Blóðbankinn um blóðtöku hjá einstakl- ingum sem vilja og geta gefið blóð. Blóðið er síðan gefið þeim sem á þurfa að halda. BLÓÐBANKINN Blóðflögur eru örsmáar agnir sem eru hluti af stærri frumum sem myndast í beinmerg. Þær eru bara lítill hluti af blóð- inu en gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs. Þökk sé blóðflögunum þá lokast sár og skurðir sem geta komið á líkamann. Líkaminn endurnýjar blóðið stöðugt og oftast nær hann að endurnýja það blóð sem tapaðist. Blóðvökvi er að mestu leyti vatn og þess vegna er hann næstum glær á litinn. Í honum er að finna ýmis steinefni, sölt og fleira sem flyst með blóðinu um líkamann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=