Náttúrulega 1

41 Náttúrulega 1 │ 2. kafli BLÓÐ Blóð er rauður vökvi sem rennur um æðarnar. Það samanstendur af blóðvökva sem er að mestu vatn og frumum sem fljóta um í honum. Þessar frumur eru rauð- korn, hvítkorn og blóðflögur. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði, magnið eykst svo með aldrinum og full- orðnir eru með um 5 lítra af blóði. Rauðkorn eru rauð blóðkorn sem verða til í beinmerg og endurnýjast stöðugt. Þau gera blóðið rautt á litinn. Hlutverk þeirra er að flytja súrefni frá lungum um lík- amann ásamt því að flytja koltvíoxíð frá líkamanum og til lungna. Hvítkorn eða hvít blóðkorn eru hermenn líkamans. Þrátt fyrir að vera bara lítill hluti af blóðinu hjálpa þau líkam- anum að vera heilbrigður. Hvítkorn fanga og drepa alls konar bakteríur og veirur í líkamanum. Hvítkorn geta einnig myndað mótefni sem gera það að verkum að líkaminn verður ekki veikur af sama sjúkdómi aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=